Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en heppinn Dani var einn með 2. vinning og fær hann rúmar 106 milljónir króna í vinning.
Hinn al-íslenski 3. vinningur gekk ekki út að þessu sinni.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en fjórir miðahafar voru með 2. vinning og hlýtur hver þeirra 125 þúsund krónur í vinning. Þrír miðanna eru í áskrift og sá fjórði var keyptur á heimasíðu okkar, lotto.is