Stálheppinn miðahafi var einn með allar tölur réttar í Lottó útdrætti kvöldsins og hlýtur hann rúmar 83 milljónir króna í sinn hlut. Miðinn góði var keyptur í Lottó appinu.
Einn miðahafi var með bónusvinninginn og fær hann rétt rúmar 930 þúsund krónur í vinning. Miðinn var keyptur á heimasíðu okkar, lotto.is.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en tólf miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 125 þúsund krónur í sinn hlut. Fimm miðanna voru keyptir í Lottó appinu, 4 miðanna eru í áskrift, einn miðinn var keyptur í Happahúsinu í Kringlunni, einn i Krambúðinni á Selfossi og einn í Versluninni Rangá