Enginn var með 1. vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot en sjö miðahafar voru með 2. vinning og fær hvert þeirra tæpar 41.6 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Finnlandi, Ungverjalandi, Spáni, Danmörku og þrír í Þýskalandi.
Sex miðahafar voru með 3. vinning og hlýtur hver þeirra rúmar 27.4 milljónir króna í vinning. Miðarnir voru keyptir í Finnlandi, Slóvakíu, Svíþjóð, Danmörku og tveir miðar í Þýskalandi.
Jókerinn gekk ekki út að þessu sinni en einn miðahafi var með 2. vinning og fær 125.000 krónur í vasann. Miðin var keyptur í Happahúsinu.