Lottótölur kvöldsins færðu engum 1. vinning að þessu sinni en tveir heppnir miðahafar voru með bónusvinninginn sem færir þeim tæpar 219 þúsund krónur.
Annar miðinn var keyptur í Veganesti á Akureyri og hinn miðinn á lotto.is
Eins var enginn með Jókerinn í kvöld en fjórir miðahafar voru með 2. vinning og fá fyrir það 125 þúsund krónur.
Þrír miðar eru í áskrift en einn var keyptur í Lottó appinu.