Lottópotturinn verður sexfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti vikunnar.
Einn heppinn var með bónusvinninginn og fær rúmlega 985 þúsund krónur.
Miðinn var keyptir á lotto.is.
Einn var með 1. vinning í Jóker sem hljóðar upp á 2,5 milljónir króna, miðinn góði var keyptur í appinu.
Þá voru alls ellefu miðaeigendur sem fengu 2. vinning og fá þar með 125.000 krónur.
Þrír miðar eru í áskrift, fimm voru keyptir í appinu og þrír á lotto.is.