Fréttir

lotto

Bestu tölur laugardagsins

4. Dec 2024, 08:41

Margir voru eflaust ánægðir með tölurnar sem litu dagsins ljós síðastliðið laugardagskvöld en tveir miðaeigendur í Lottóinu voru þó alveg sérlega ánægðir þegar þeir sáu að tölurnar sem þeir höfðu á Lottómiðum sínum væru þær sömu og komið höfðu upp í útdrætti kvöldsins. Lottópotturinn, sem var þrefaldur og innihélt fyrsta vinning upp á rétt tæpar 35 milljónir og skilaði hvorum miðaeigendanum  rúmum 17,4 skattfrjálsum milljónum.

Annar vinningshafinn er karlmaður sem keypti miðann sinn í Shellskálanum, Austurmörk í Hveragerði. Hann heimsótti höfuðstöðvar Íslenskrar getspár snemma á mánudagsmorgun til að skila inn vinningsmiðanum enda hafði sá heppni haft miklar áhyggjur af því hvar öruggast væri að geyma hann eftir að hann hafði áttað sig á stóra vinningnum. Í fyrstu sagði hann að draumurinn væri að geta nú loksins boðið börnunum sínum með sér í ferðalag í aðeins heitara loftslag. Að öðru leyti var allt óákveðið hjá honum enda hefði hann alltaf hugsaði mest um að styrkja við íþróttir í landinu með því að spila í Lottó.

Hinn vinningshafinn sem var með allar tölur réttar er kona sem keypti sinn miða í gegnum Lottóappið. Hún sagðist enn ekki vera farin að trúa þessu, sagðist einfaldlega vera bíða eftir því að vakna og komast að því að þetta væri bara draumur. Hún lýsti því hvernig hún hefði verið hoppandi kát og með öran hjartslátt langt fram eftir laugardagskvöldinu en hún sá það strax í appinu að hún hefði unnið þann stóra. Konan hafði nýverið fest kaup á íbúð og sagði það ólýsanlega tilfinningu að geta nú strax borgað vel inn á lánið sitt.

Við óskum báðum vinningshöfunum innilega til hamingju og þökkum um leið kærlega fyrir veittan stuðning sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fatlað fólk, sem og íþrótta- og ungmennafélögin í landinu þar sem þau njóta góðs af allri sölu Lottó.

lotto

Úrslit í Lottó 4. október - 6faldur næst!

Lottópotturinn verður sexfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti vikunnar. Einn heppinn var með bónusvinninginn og fær rúmlega 985 þúsund krónur. Miðinn var keyptir á lotto.is. Einn var með 1. vinning í Jóker sem hljóðar upp á 2,5 milljónir króna, miðinn góði var keyptur í appinu.... Lesa meira

lotto

Lottó - Fjórfaldur næst!

Lottópotturinn verður fjórfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar útdrætti vikunnar. Einn var með bónusvinninginn og fær hann 575.070 krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur á lotto.is. Heppinn miðaeigandi var með allar Jókertölurnar réttar og í réttri röð og fær hann fyrir það 2,5 milljónir ... Lesa meira

lotto

Úrslit í Lottó - 3faldur næst!

Potturinn verður 3faldur í næstu viku þar sem enginn var með 1. vinning í Lottó útdrætti kvöldsins. Tveir miðahafar voru með bónusvinninginn og fær hvor þeirra 398 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Nettó á Seljarbraut og í Lottó appinu. Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en tíu ... Lesa meira

lotto

Lottó - tvöfaldur næst!

Potturinn verður tvöfaldur næsta laugardag þar sem hvorki 1. né 2. vinningur gengu út í þetta skiptið! Jókerinn gekk ekki út að þessu sinni en fimm miðahafar voru með 2. vinning sem er að venju 125 þúsund krónur. Tveir miðar voru keyptir á N1 Bíldshöfða, einn í Iceland Hafnarfirði, einn á lotto.is og einn er í áskrift.... Lesa meira

lotto

„Það að eiga lítið og skulda mikið heyrir nú sögunni til!“

Ung hjón með lítil börn unnu fimmfaldan fyrsta vinning í Lottó síðasta laugardag - rúmar 83,6 milljónir króna! Dagurinn hafði verið allskonar, verkefnin mörg, þreytan farin að segja til sín og konan orðin pínu buguð. Í miðjum amstri ákvað hún að kaupa sér lottómiða, eins og hún gerir stundum. Hún opnaði lottóappið, val... Lesa meira

Viltu lesa meira?

Skoða allar fréttir