Potturinn í EuroJackpot gekk út að þessu sinni en það voru Danir sem voru lang heppnastir en þeir gerðu sér lítið fyrir og nældu sér bæði í 1. og 2. vinning.
Fyrsti vinningur var risastór og hljóðaði upp á rétt tæpa 17,9 milljarða en það var einn miðahafi sem fékk allan pottinn og fer því væntanlega brosandi út í danska sumarið.
2. vinningur skiptist svo á milli tveggja Dana og fær hvor þeirra tæplega 1,2 milljarða króna. Þá voru þrettán miðahafar sem skiptu með sér 3. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmlega 20,3 milljónir, tólf miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn í Grikklandi.
Einn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jóker og fær hann 2 milljónir í vinning, miðinn góði var keyptur í Prins póló við Þönglabakka í Reykjavík.