Fréttir

lotto

Eignamyndun breytist á augabragði

4. Jun 2025, 08:34

„Ha nei!, ha nei!, getur ekki verið!“ endurtók vinningshafinn aftur og aftur eftir að hann sá vinningsmerkið við miðann sinn inn á lotto.is. Hann starði lengi á töluna við merkið – því hún gat varla verið dagsetning – en hann átti jafn erfitt með að trúa því að þetta væri raunveruleg vinningsupphæð sem hann hefði unnið. Það eina sem hann gat sagt var: „Ha nei!, ha nei!, getur ekki verið!“

Lottópotturinn síðastliðinn laugardag var fjórfaldur og í honum voru rúmar 54 milljónir króna. Rúmlega 7.000 manns fengu vinning í útdrættinum, en fimmtugur karlmaður á höfuðborgarsvæðinu var þó heppnastur allra, þar sem hann var sá eini sem hafði allar fimm tölurnar réttar og hlaut því fyrsta vinning óskiptan – 54,5 milljónir króna, skattfrjálst. Miðann góða keypti hann á vefnum lotto.is og valdi tölurnar sjálfur.

„Ég er bara ekki enn að trúa þessu. Að geta séð fram á að eignast íbúðina mína og leyft mér að kaupa nýjan bíl er eitthvað sem ég átti ekki von á að geta gert – svona bara allt í einu. Ég er enn orðlaus, en um leið ótrúlega þakklátur.“

Við óskum vinningshafanum innilega til hamingju og þökkum um leið veittan stuðning – sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fatlað fólk, sem og íþrótta- og ungmennafélögin í landinu, þar sem þau njóta góðs af allri sölu Lottó.

lotto

Úrslit í Lottó 15. nóvember - fimmfaldur næst!

Lottópotturinn verður fimmfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í Lottó útdrætti kvöldsins. Tveir skiptu með sér bónusvinningnum, annar keypti miðann á lotto.is og hinn var keyptur í Drekanum í Hafnarfirði.  Hlutur hvors er rúmlega 353 þúsund krónur. Enginn var með 1. vinning í Jóker en sj... Lesa meira

lotto

Úrslit í Lottó 8. nóvember

Lottópotturinn verður fjórfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í Lottó útdrætti kvöldsins. Einn var með bónusvinninginn og hlýtur hann rétt rúma eina milljón króna í vinning. Miðann keypti hann í Lottó appinu. Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en sex miðahafar v... Lesa meira

lotto

Úrslit í Lottó 1. nóvember - þrefaldur næst!

Lottópotturinn gekk ekki út að þessu sinni og verður því þrefaldur í næstu viku. Bónusvinningurinn gekk heldur ekki út og verður hann tvöfaldur. Heppinn áskrifandi var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum og fær hann 2,5 milljónir króna í sinn hlut. Fimm miðaeigendur voru með 2. vinning og fær hver þeirra ... Lesa meira

lotto

Úrslit í Lottó

Lottópotturinn gekk ekki út í kvöld og verður því 2faldur í næstu viku. Heppinn áskrifandi var með bónusvinninginn og hlýtur hann rúmar 343.000 krónur í vinning. Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en 11 miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 125.000 krónur í sinn hlut. Miðarnir voru ... Lesa meira

lotto

Tvær fjölskyldur losna alveg við húsnæðislánin sín

Fyrsti vinningurinn í Lottó um síðustu helgi hljóðaði upp á heilar 172.467.020 krónur og var hann sá stærsti hingað til. Af þeim 16.892 vinningshöfum sem fengu vinninga voru tveir spilarar þó heppnastir allra er þeir skiptu með sér sjöföldum fyrsta vinningi og hlutu hvor um sig rúmlega 86,2 skattfrjálsar milljónir. „Þe... Lesa meira

Viltu lesa meira?

Skoða allar fréttir