Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni, en níu skiptu með sér 2. vinningi og fær hver þeirra rúmar 358 milljónir króna. Sjö miðanna voru keyptir í Þýskalandi en hinir tveir í Hollandi og á Spáni. Þá voru 17 miðahafar með 3. vinning og fær hver þeirra rúmlega 20 milljónir króna. Níu vinningsmiðanna voru keyptir í Þýskalandi, tveir í Noregi og hinir miðarnir voru keyptir í Finnlandi, Danmörku, Póllandi Ítalíu, Hollandi og Tékklandi.
Þrír miðaeigendur voru með 4 réttar Jókertölur í réttri röð og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir hjá Vestur restaurant á Patreksfirði, Hagkaupum á Seltjarnarnesi og einn var keyptur í appinu.
Heildarfjöldi vinningsraða á Íslandi var 4.196