Íslenskur áskrifandi datt aldeilis í lukkupottinn, en hann var einn með 2. vinning í útdrætti kvöldsins og fær hann rúmar 17,7milljónir króna fyrir það. Einn var með hinn al-íslenska 3. vinning og fær hann rúmlega 1,7 milljón í sinn hlut. Miðinn góði er í áskrift. Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni.
Enginn var með allar Jókertölurnar réttar og í réttri röð, en þrír voru með 2. vinning og fá þeir 125.000 krónur hver. Tveir miðar voru keyptir á lotto.is og einn er í áskrift.
Fréttir
vikinglotto
Vikinglotto - Annar vinningur til Íslands!
5. Nov 2025, 19:02