Enginn var með 1. vinning í EuroJackpot en einn heppinn Þjóðverji frá var með 2. vinning. Sá heppni fær fyrir það rúmar 363 milljónir króna. Tíu miðahafar skiptu með sér 3. vinning og fær hver þeirra rúmar 20,5 milljónir króna. Fjórir miðar voru keyptir í Þýskalandi, tveir í Noregi, einn í Danmörku, einn í Hollandi, einn í Svíþjóð og einn í Finnlandi.
Enginn var með Jókerinn í kvöld en þrír miðahafar voru með 2. vinning og fá fyrir það 125 þúsund hver. Miðanir voru keyptir í Plúsmarkaðinum, N1 Kaupvangi og Leirunesti á Akureyri.