Fyrsti vinningur gekk ekki út í EuroJackpot útdrættinum í kvöld en þrír miðahafar voru með 2. vinning og þeir rétt tæpar 886 milljónir króna hver. Einn miði var keyptur í Danmörku og tveir í Þýskalandi. Þá voru níu með 3. vinning og fær hver þeirra 29,5 milljónir króna í sinn hlut. Sex miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn í Svíþjóð, Hollandi og Danmörku.
Enginn var með 1. vinning í Jóker útdrætti kvöldsins en einn áskrifandi var með 2. vinning og fær hann 125 þúsund krónur.