Fréttir

getraunir

Fékk tæpar 7 milljónir á Enska getraunaseðilinn eftir 15 ár

7. Nov 2023, 14:15

Einn tippari á Íslandi var með alla leikina 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag og fær tæpar 7 milljónir króna í sinn hlut.  Tipparinn tippar hjá Íþróttafélagi Fatlaðra í Reykjavík og hefur gert það síðastliðin 15 ár.  „Tipparinn kom til okkar fyrir 15 árum síðan með kerfismiða upp á 141 röð og bað okkur um að setja raðirnar inn vikulega. Þessar raðir hafa verið í kerfinu okkar allan þennan tíma og við höfum sett þær inn samviskusamlega síðan í hverri viku“, sagði Þorgeir Ingólfsson einn umsjónarmanna með getraunastarfi ÍFR. „Á laugardaginn þegar ég sá að það var ein röð með 12 réttum þegar síðasti leikur getraunaseðilsins var að hefjast tékkaði ég á hver það var og hafði svo samband við tipparann. Hann hafði ekki verið að fylgjast með, en varð ansi spenntur þegar ég sagði honum að hann væri með 13 rétta ef Newcastle myndi vinna Arsenal. Sú varð raunin og tipparinn tæpum 7 milljónum ríkari“ sagði Þorgeir. 

Til gamans má geta þess að kostnaður við seðilinn á þessum 15 árum er tæpar tvö þúsund krónur á viku eða rúmar 1,5 milljón króna samtals en auk stóra vinningsins hafa komið nokkrir smærri vinningar á hann í gegnum árin. Það má því segja í þessu tilfelli að þolinmæðin borgi sig.  

Sala getrauna hefur í fjölda ára verið mikilvægur þáttur í fjáröflun ÍFR og geta áhugasamir haft samband við félagið vilji þeir kaupa getraunaseðil í Enska boltanum eða gerast áskrifendur.  

getraunir

Húskerfið sló í gegn á Enska getraunaseðlinum

Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að enska úrvalsdeildin er hafin. Þá vakna margir tipparar til lífsins og tippa á Enska getraunaseðilinn á laugardögum. Húskerfi Grindavíkur hefur verið starfandi í mörg ár og gefst félagsmönnum tækifæri til að tippa á Enska getraunaseðilinn. Um síðustu helgi voru seldir 47 hlutir á ... Lesa meira

getraunir

Lýðheilsan að veði?

Við hjá Íslenskum getraunum þökkum forseta ÍSÍ fyrir að vekja máls á þessum vanda. Umræða um áhrif íþróttaveðmála, sérstaklega á ungt fólk, er nauðsynleg og tímabær. Ábyrg spilun er okkur hjartans mál. Við nýtum aldurstakmörk, sjálfsútilokun, opnunartíma og eyðslutakmörk til að stuðla að heilbrigðu umhverfi. Það er kom... Lesa meira

getraunir

Sunnudagsseðillinn lokar kl. 13 á laugardag

Vinsamlega athugið að lokunartími á Enska getraunaseðlinum er sunnudagurinn 22 júní kl. 13.00 en ekki laugardagurinn 21 júní. Sunnudagsseðillinn (Evrópuseðillinn) lokar laugardaginn 21 júní kl. 13.00 en ekki á sunnudag eins og venja er til.

getraunir

Fjórir með 13 rétta

Lokaumferðin í enska boltanum var leikin í gær, sunnudag. Tipparar á Íslandi reyndust á skotskónum og voru fjórir þeirra með alla leikina 13 rétta á Enska getraunaseðlinum. Fær hver þeirra í vinning um 1.5 milljónir króna. Þrír tipparana styðja við bakið á íþróttafélögum á Íslandi og eru þau Haukar, Keflavík og Golfklú... Lesa meira

getraunir

Vann 500 þúsund í getraunum

Einn íslenskur tippari var með alla leikina 13 rétta á Miðvikudagsseðlinum og fær hann í sinn hlut rúmar 500 þúsund krónur. Tipparinn keypti opinn seðil með þrjá þrítryggða leiki, 6 tvítryggða og fjóra með einu merki.

Viltu lesa meira?

Skoða allar fréttir