Enginn var með 1. vinning í EuroJackpot útdrætti kvöldsins en þrír miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra rúmlega 123,5 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Þýskalandi og Póllandi. Þá voru fjórtán miðahafar með 3. vinning og fær hver þeirra rúmar 14,9 milljónir króna í sinn hlut. Sex miðar voru keyptir í Þýskalandi, þrír í Noregi, tveir í Grikklandi og einn í Hollandi, Danmörku og á Spáni.
Þrír Jókerspilarar voru með 2. vinning í útdrætti kvöldsins og fá þeir allir 125 þúsund krónur fyrir það. Einn miðinn var keyptur í Krambúðinni Reykjanesbæ, einn í Dzien Dobry Lóuhólum og einn í Lottó appinu. Enginn var með 1. vinning.