Fyrsti vinningur gekk ekki út í kvöld en þrír heppnir miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra rúmar 91,6 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Hollandi, Noregi og Þýskalandi. Sjö miðahafar skiptu svo með sér 3. vinningi og fær hver þeirra rúmar 22,1 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Slóveníu, Finnlandi og fimm í Þýskalandi.
Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út í Jóker útdrætti kvöldsins.
Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 3.841.