Það var spilari sem keypti miðann sinn í Wiesbaden í Þýskalandi sem var heppnastur allra þegar hann fékk óskiptan 1. vinning sem var upp á rúmlega 4,5 milljarða. Fimm skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmlega 55 milljónir, einn miðinn var keyptur í Danmörku, tveir í Svíþjóð og tveir í Þýskalandi. Þá voru alls átta miðar með 3. vinning en það voru miðaeigendur í Danmörku, Noregi, á Spáni, tveir í Svíþjóð og þrír í Þýskalandi sem skiptu honum á milli sín og fær hver þeirra rétt tæpar 20 milljónir í sinn hlut.
Enginn var með 1. vinning í Jóker að þessu sinni en tveir voru með 2. vinning sem telur 100 þúsund krónur, annar miðinn er í áskrift en hinn var keyptur í Appinu okkar frábæra.