Heppinn miðahafi í Svíþjóð var einn með 1. vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot og fær hann rúma 5,2 milljarða króna í vinning. Tveir miðahafar voru með 2. vinning og fær hvor þeirra rúmar 144,8 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Svíþjóð og í Þýskalandi. Þá voru átta miðahafar með 3. vinning og fá þeir rúmar 20,4 milljónir króna hver í vinning. Miðarnir voru keyptir á Spáni og í Sviþjóð, tveir í Danmörku og fjórir í Þýskalandi.
Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út í Jókernum.