Enginn var með 1. vinning í útdrætti kvöldsins en fjórir voru með 2. vinning og fær hver þeirra rúmlega 770 milljónir króna í sinn hlut. Tveir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og hinir í Danmörku og Finnlandi. Tuttugu og einn miðaeigandi fékk 3. vinning og hlýtur hver þeirra rúmar 12 milljónir króna. Sextán af vinningsmiðunum voru keyptir í Þýskalandi, þrír í Danmörku, einn í Noregi og einn í Hollandi.
Fyrsti vinningur gekk ekki út í Jókernum, en tveir voru með 2. vinning og fær hvor þeirra 100.000 krónur. Báðir miðarnir voru keyptir á lotto.is