Tveir ljónheppnir spilarar skiptu þreföldum 1. vinningi með sér en hann nam rúmlega 35 milljónum króna og fær því hvor um sig rúmar 17,8 milljónir í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í Skalla í Hraunbæ, Reykjavík en hinn er í áskrift. Fjórir skiptu með sér bónusvinningnum og fær hver um sig rúmlega 174 þúsund krónur, þrír miðanna eru í áskrift en einn var keyptur í appinu.
Einn var með 1. vinning í Jóker og hlýtur því 2ja milljóna króna vinning, sá keypti miðann sinn í Olís við Langatanga í Mosfellsbæ. Þá voru fjórir með 2. vinning í Jóker sem nemur 100 þúsund krónum, tveir þeirra eru með miðana sína í áskrift, einn keypti á lotto.is og einn í Krambúðinni í Reykjanesbæ.