Lottópotturinn gekk ekki út í kvöld og verður hann því 3faldur í næstu viku! Tveir heppnir áskrifendur voru með bónusvinninginn sem færir hvorum þeirra rúmar 380.000 krónur vinning.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en fjórir miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 125.000 krónur í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í versluninni Bakkanum á Eyrarbakka, í Lottó appinu, á vef okkar lotto.is og einn miðanna er í áskrift.