Ljónheppinn Þjóðverji var einn með 1. vinning í EuroJackpot útdrætti kvöldsins og fær hann rúma 12, 8 milljarða óskipta í vasann.
Þá voru þrír miðahafar með 2. vinning en fær hver þeirra rúmar 104,6 milljónir í sinn hlut. Tveir miðar voru keyptir í Þýskalandi og einn í Slóvakíu.
Tólf miðahafar skiptu með sér 3. vinning og fá þeir allir 14, 7 milljónir króna. Þrír miðar voru keyptir í Þýskalandi, tveir í Tékklandi og einn í Danmörku, Noregi, Finnlandi, Slóveníu, Litháen, Slóvakíu og á Ítalíu.
Enginn var með 1. vinning í Jóker útdrættinum en þrír miðaeigendur voru með 2. vinning og fá þeir 125 þúsund krónur í vinning hver. Tveir miðar voru keyptir á lotto.is og einn miði í Lottó appinu.