Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni, en fjórir voru með 2. vinning og fær hver þeirra rúmar 200 milljónir króna. Tveir miðar voru keyptir í Ungverjalandi, einn í Danmörku og einn í Þýskalandi. Níu miðaeigendur voru með 3. vinning og fær hver þeirra tæplega 19 milljónir króna í sinn hlut. Sjö miðar voru keyptir í Þýskalandi, einn var keyptur í Póllandi og einn í Hollandi.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jóker kvöldsins en einn var með 2. vinning og fær hann 100 þúsund krónur. Miðinn var keyptur í Hagkaupum á Seltjarnarnesi.
Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 3.378.