Enginn var með þann fyrsta í EuroJackpot útdrætti kvöldsins. Fimm miðahafar deildu með sér 2. vinningi sem gerir þá rúmum 68 milljónum ríkari. Fjórir miðar voru keyptir í Þýskalandi og sá fimmti í Póllandi. Eins voru fimm miðahafar með 3. vinning og fær hver þeirra rúmar 38,3 milljónir í sinn hlut. Þrír miðar voru keyptir í Svíþjóð, einn í Tékklandi og einn í Þýskalandi.
Enginn var með 1. vinning í Jóker kvöldsins en einn miðaeigandi var með 2. vinning sem gefur honum 100 þúsund krónur. Miðinn var keyptur í lottó appinu.