Tveir ljónheppnir miðahafar skiptu með sér 1. vinning í EuroJackpot kvöldsins og fá þeir rúma 8,2 milljarða á mann. Annar miðinn var keyptur í Finnlandi en hinn í Þýskalandi. Þá voru sex miðahafar með 2. vinning og hlýtur hver þeirra rúmar 82,3 milljónir krónur. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi, Króatíu, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Póllandi. Þriðji vinningur skiptist á milli 15 miðahafa, 8 í Þýskalandi, 3 í Noregi, 2 í Slóvakíku, 1 í Slóveníu og 1 í Finnlandi. Hver þeirra fá rúmar 18, 5 milljónir.
Enginn var með 1. vinning í Jóker kvöldsins en tveir miðahafar voru með 2. vinning sem færir þeim hvorum 125 þúsund krónur. Miðarnir voru báðir keyptir í Lottó appinu.