Enginn var með 1. vinning í útdrætti kvöldsins en tveir heppnir miðahafar voru með 2. vinning og fær hvor þeirra rúmar 135 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi. Þá voru níu miðahafar með 3. vinning og hlýtur hver þeirra tæpar 17 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi, Noregi, Grikklandi og Póllandi.
Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út í Jóker kvöldsins.