Fyrsti vinningur gekk ekki út í kvöld en tveir heppnir miðahafar voru með 2. vinning og fær hvor þeirra rúmar 352,2 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru báðir keyptir í Þýskalandi. Átta miðahafar skiptu svo með sér 3. vinningi og fær hver þeirra rúmar 33,9 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Noregi, Póllandi og fimm í Þýskalandi.
Íslendingur var einn af þeim sextíu og fimm sem voru með 4. vinning og fær hann 688.560 krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur í Skalla, Hraunbæ í Reykjavík.
Heppinn miðahafi var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum og hlýtur hann 2 milljónir króna í vinning. Miðinn góði var keyptur í appinu. Einn var með 2. vinning og fær 100 þúsund krónur í vinning. Miðinn var einnig keyptur í appinu.
Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 4.860.