Hvorki 1. né 2. vinningur fóru út í EuroJackpot útdrætti kvöldsins. Tveir miðahafar skiptu með sér 3. vinning og fá tæpar 53,1 milljónir hvor. Báðir miðarnir voru keyptir í Tékklandi.
Jókerinn gekk ekki út í kvöld en einn var með 2. vinning og hlýtur sá aðili 125 þúsund krónur fyrir það. Miðinn var keyptur í Lottó appinu.