Enginn var með 1. vinning í EuroJackpot í kvöld en sex voru með 2. vinning og fá þeir rúmar 53 milljónir króna hver. Tveir miðar voru keyptir í Þýskalandi, tveir á Spáni, einn í Noregi og einn í Svíþjóð. Þá voru sjö með 3. vinning og fær hver þeirra rúmlega 25,8 milljónir króna. Þrír miðar voru keyptir í Þýskalandi en hinir í Danmörku, Tékklandi, Slóveníu og Finnlandi.
Jókerinn gekk ekki út að þessu sinni en þrír voru með 2. vinning og fá þeir 125 þúsund krónur hver. Einn miðinn er í áskrift en hinir tveir voru keyptir á lotto.is.
Fréttir
eurojackpot
EuroJackpot - úrslit 3. janúar
3. Jan 2025, 20:50