Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en tveir voru með 2. vinning og fá þeir tæpar 142 milljónir króna hvor. Miðarnir voru keyptir í Póllandi og Litháen. Þá voru þrettán með 3. vinning og fær hver þeirra rúmar 12 milljónir króna í sinn hlut. Átta miðanna voru keyptir í Þýskalandi en hinir voru keyptir í Finnlandi, Ungverjalandi, Svíþjóð, Grikklandi og Spáni.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en einn miðaeigandi var með 2. vinning og fær hann 100.000 krónur. Miðinn er í áskrift.
Fréttir
eurojackpot
EuroJackpot - úrslit 9. ágúst
9. Aug 2024, 19:17