Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út að þessu sinni en þrír skiptu með sér alíslenska 3. vinningnum og fær hver þeirra rúmlega 670 þúsund í vinning. Einn miðinn er í áskrift en hinir tveir voru keyptir á heimasíðunni okkar lotto.is.
Enginn var með allar réttar tölur í réttri röð í Jóker en sex miðar voru með 2. vinning sem er núna 125 þúsund krónur. Einn miðinn var keyptur í Þristinum við Hraunbæ 121 í Reykjavík, einn er í áskrift, tveir á lotto.is og tveir í Appinu.
Heildarfjöldi vinningshafa á Íslandi var 5,328.