Talnaleikurinn Jóker sem hægt er að spila með Lottó, Vikinglotto og EuroJackpot hækkar um 50 krónur frá og með 1. desember, fer úr 200 krónum í 250 krónur.
Samhliða stækka allir vinningsflokkarnir í Jókernum í réttu hlutfalli við verðhækkunina og verða eins og hér segir:
1. Vinningur – allar 5 tölurnar réttar í réttri röð verður
kr. 2.500.000 (var kr. 2.000.000)
2. Vinningur – 4 öftustu eða 4 fremstu tölur réttar í réttri röð verður kr. 125.000 (var kr. 100.000)
3. Vinningur – 3 öftustu eða 3 fremstu tölur réttar í réttri röð verður kr. 12.500 (var kr. 10.000)
4. Vinningur – 2 öftustu eða 2 fremstu tölur réttar í réttri röð verður kr. 2.500 (var kr. 2.000)
Leikurinn hóf göngu sína árið 1998 og hefur aðeins hækkað í verði einu sinni áður, það var fyrir rétt tæpum 20 árum síðan eða í janúar árið 2005.