Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni í Vikinglotto en heppinn Dani var einn með 2. vinnning og fær hann rétt tæpar 18 milljónir króna í sinn hlut. Tveir miðaeigendur skiptu hinum al-íslenska 3. vinningi á milli sín og fá þeir rétt tæpar 900 þúsund krónur hvor. Annar miðinn er í áskrift en hinn var keyptur í appinu.
Enginn var með 1. vinning í Jóker en fimm fengu 2. vinning sem er 125 þúsund krónur. Þrír miðanna voru keyptir í appinu, einn á lotto.is og einn er í áskrift.