Hvorki 1. né 2. vinningur fóru út í Vikinglottó kvöldsins.
Fimm miðahafar skiptu með sér hinum al-íslenska 3. vinning og fær hver þeirra rúmar 383 þúsund krónur. Tveir miðar eru í áskrift, einn var keyptur í lottó appinu, einn í Esjuskálanum og einn á Olís Selfossi.
Það dró heldur betur til tíðinda í Jókernum í kvöld! Tveir miðahafar voru með allar tölur réttar og í réttri röð og þeir því orðnir 2,5 milljónum krónum ríkari. Annar miðinn var keyptur í sölukassa hjá Getspá og hinn á vefnum okkar, lotto.is.
Þá voru 12 miðahafar með 2. vinning og fær hver þeirra 125 þúsund krónur fyrir það. Sjö þeirra eru með miðana sína í áskrift, tveir keyptu miðana sína á lotto.is, tveir í lottó appinu og einn hjá Holanesti í Hafnarfirði.